Sigurður Torfi leiðir lista Vg í Árborg

Frambjóðendur Vinstri grænna í Árborg. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur, leiðir lista Vinstri grænna sem samþykktur var á félagsfundi VG í Árborg í gærkvöldi.

Í öðru sæti listans í Árborg er Guðbjörg Grímsdóttir framhaldskólakennari og Jón Özur Snorrason í þriðja.

Vinstri grænir buðu einnig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum en náðu þá ekki inn bæjarfulltrúa.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra var sérstakur gestur fundarins og ræddi stöðu stjórnmálanna við fundargesti. Formaður Vinstri grænna í Árborg, Sædís Ósk Harðardóttir, segir að fundurinn hafi verið kraftmikill og hugur sé í fólki. Sædís situr sjálf í fjórða sæti listans, sem hér má sjá í heild sinni:

1. Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur, Sandvíkurhreppi
2. Guðbjörg Grímsdóttir, framhaldsskólakennari, Selfossi
3. Jón Özur Snorrason, framhaldsskólakennari, Selfossi
4. Sædís Ósk Harðardóttir, deildarstjóri grunnskóla, Eyrarbakka
5. Guðrún Runólfsdóttir, einkaþjálfari, Selfossi
6. Leifur Gunnarsson, lögfræðingur, Selfossi
7. Pétur Már Guðmundsson, bóksali, Stokkseyri
8. Kristrún Júlía Halldórsdóttir, myndlistakona, Selfossi
9. Alex Máni Guðríðarson, fuglaljósmyndari, Stokkseyri
10. Ágústa Eygló Backman, fiskeldisfræðingur, Eyrarbakka
11. Magnús Thorlacius, fiskalíffræðingur, Selfossi
12. Dagmara Maria Zolich, félagsliði, Selfossi
13. Ágúst Hafsteinsson, pípulagningameistari, Tjarnabyggð
14. Nanna Þorláksdóttir, fv.skólafulltrúi og eftirlaunaþegi, Selfossi
15. Birgitta Ósk Hlöðversdóttir, framhaldsskólanemi og tamningakona, Eyrarbakka
16. Ægir Pétur Ellertsson, framhaldsskólakennari, Selfossi
17. Margrét Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur, Selfossi
18. Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi
19. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, Stokkseyri
20. Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, efnafræðingur, Selfossi
21. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, Selfossi
22. Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi/eftirlaunaþegi, Selfossi

Fyrri greinÍþróttaskemman á Stokkseyri
Næsta greinD-listi Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra samþykktur