Sig­urð­ur Ingi hættir sem for­mað­ur

Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd úr safni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á næsta flokksþingi Framsóknar.

Þetta tilkynnti hann í ávarpi á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Sigurður Ingi hefur gengt formennsku Framsóknar frá árinu 2016.

„Þegar við göngum til flokksþings mun ég ekki bjóða mig fram til áframhaldandi formennsku. Níu ár eru langur tími. Ég er afar þakklátur ykkur fyrir stuðninginn og samstarfið í gegnum þessa áhugaverðu tíma,“ sagði Sigurður er hann tilkynnti ákvörðun sína.

Flokksþing Framsóknar fer fram um miðjan febrúar á næsta ári og mun Sigurður Ingi gegna formennsku fram að því.

Fyrri greinMenningarsalurinn auglýstur til sölu
Næsta greinLilja Rannveig kosin ritari Framsóknar