Sigurður til sýslumanns

Sigurður Bjarnason, rekstrarfræðingur og búfræðingur, hefur verið ráðinn skrifstofustjóri hjá embætti Sýslumannsins á Selfossi. Tekur hann til starfa í þessari viku.

Sigurður er ráðinn tímabundið til sýslumanns og leysir þar af Hafstein Jóhannesson sem fer í árs leyfi. Sigurður hefur verið verkefnisstjóri fræðslumála hjá Sveitarfélaginu Árborg frá 2005 en embætti hans var lagt niður með nýju skipuriti.

Gert ráð fyrir að ný staða fræðslustjóra Árborgar verði auglýst á næstunni.

Fyrri greinBýðst að kaupa Miðjuna á 175 milljónir
Næsta greinSamningar langt komnir