Sigurður Ingi forsætisráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- landbúnaðar og umhverfisráðherra, gegnir þessa dagana embætti forsætisráðherra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í embættiserindum í Brussel að ræða við forystumenn Evrópusambandsins.

Fleiri ráðherrar eru í fríi þessa dagana, enda sumarfrí landsmanna í hámarki. Reglur stjórnarráðsins kveða á um að þegar ráðherra fer erlendis þarf hann að fela öðrum ráðherra að gegna störfum sínum á meðan. Ef ráðherra er í fríi innanlands þarf hann ekki að finna annan mann til að stýra ráðuneytinu á meðan.

mbl.is greinir frá þessu

Fyrri greinÞjótandi átti lægsta boðið
Næsta greinNíu KF-menn lögðu Selfoss