Sigurður Ingi fékk tæp 95% atkvæða

Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti framsóknarmanna í Suðurkjördæmi, var í dag kosinn varaformaður Framsóknarflokksins með 94,7% atkvæða á flokksþingi flokksins sem haldið er í Reykjavík.

Sigurður Ingi var einn í framboði og fékk yfirburða kosningu eða 360 af 381 greiddu atkvæði. 1 atkvæði var autt.

Sigurður Ingi tekur við af Birki Jóni Jónssyni sem lætur af þingmennsku í vor en Sigurður Ingi tilkynnti um framboð sitt í september síðastliðnum.

Hann tók fyrst sæti á Alþingi vorið 2009 en hann er menntaður dýralæknir og hafði áður verið oddviti Hrunamannahrepps um árabil.

Fyrri greinÁrborg fékk háttvísiverðlaun
Næsta greinSelfoss tapaði stórt í Eyjum