Sigurður gefur ekki kost á sér til formennsku

Sig­urður Lofts­son í Steinsholti, formaður Lands­sam­bands kúa­bænda, ætl­ar ekki að gefa kost á sér til áfram­hald­andi for­mennsku á aðalfundi sambandsins í lok mars.

Þetta kemur fram í leiðara sem Sigurður skrifar á heimasíðu Landsambands kúabænda.

„Á komandi aðalfundi verður að venju gengið til kosninga og fólk valið til trúnaðarstarfa fyrir samtökin næsta árið. Mér þykir rétt að geta þess nú að ég mun ekki gefa kost á mér áfram til formennsku fyrir Landssamband kúabænda. „Hratt flýgur stund“ er stundum sagt, en á komandi aðalfundi eru liðin 14 ár frá því að ég var fyrst kjörinn í stjórn samtakanna,“ segir Sigurður í leiðaranum.

Hann hefur gengt formennsku í Landssambandi kúabænda frá árinu 2009.

Nýr formaður verður kjör­inn á aðal­fundi Lands­sam­bands kúa­bænda sem verður sett­ur í ráðstefnu­sal Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar fimmtu­dag­inn 31. mars næst­kom­andi.

Fyrri greinNýtt eittþúsund fermetra verslunarhúsnæði á Selfossi
Næsta greinHríssúkkulaði