Sigurður endurkjörinn formaður

Sigurður Loftsson í Steinsholti í Gnúpverjahreppi var í dag endurkjörinn formaður Landssambands kúabænda með 35 atkvæðum. Aðalfundi LK lauk á Selfossi í dag.

Tveir seðlar voru auðir og eitt atkvæði féll öðrum í skaut. Kosningin var því afgerandi og sýnir þann mikla stuðning sem Sigurður hefur meðal forsvarsmanna kúabænda landssins.

Nýr stjórnarmaður var kjörinn, Trausti Þórisson frá Hofsá, en Sveinbjörn Þór Sigurðsson frá Búvöllum gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir.