Sigurður endurkjörinn formaður

Sigurður Loftsson í Steinsholti í Gnúpverjahreppi var endurkjörinn formaður Landsambands kúabænda á aðalfundi LK í dag með miklum meirihluta atkvæða.

Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey II var kosinn í stjórn sambandsins og Bóel Anna Þórisdóttir á Móeiðarhvoli var kosin í varastjórn. Borghildur Kristinsdóttir í Skarði er annar tveggja skoðunarmanna reikninga.

Sigurður og Jóhann verða meðal fulltrúa LK á Búnaðarþingi en meðal varafulltrúa eru Samúel Eyjólfsson í Bryðjuholti og Ásmundur Lárusson í Norðurgarði.

Fyrri greinHamar í fínum málum
Næsta greinÖlfus féll naumlega úr leik