Sigþrúður Birta ráðin deildarstjóri velferðarþjónustu

Sigþrúður Birta Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri velferðarþjónustu á fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Árborgar.

Sigþrúður Birta hefur starfað fyrir Sveitarfélagið Árborg síðan árið 2019 og hefur undandarið starfað sem teymisstjóri barnateymis. Hún er með MA gráðu í félagsráðgjöf.

Sigþrúður Birta tekur við starfinu af Heiðu Ösp Kristjánsdóttu þann 1. janúar nætkomandi, en Heiða Ösp er nýráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Árborg.

Fyrri greinFormlegri leit í Þykkvabæjarfjöru hætt
Næsta greinAnna Metta setti héraðsmet