Sigrún yfirgefur þjónustumiðstöðina

Sigrún Árnadóttir, verk­efnis­­stjóri við þjónustu­miðstöð vegna eldgoss­ins í Eyjafjallajökli, mun starfa þar fram í miðjan ágúst en hún hefur verið ráðin bæjarstjóri í Sandgerði.

Rögnvaldur Ólafsson, starfsmaður almanna­­varnadeildar Ríkis­lögreglustjóra, segir óvíst hver taki við keflinu en Ríkislögreglustjóri hyggst halda stöðunni úti til áramóta. „Við munum fara yfir ýmsa möguleika eftir verslunarmannahelgi,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Sunnlenska.