Sigrún valin sveitarlistamaður ársins

Sigrún Jónsdóttir hefur verið valin sveitarlistamaður Rangárþings eystra árið 2014. Verðlaunin voru afhent á Kjötsúpuhátíðinni á dögunum.

Sigrún býr á Ásvelli í Fljótshlíð og er kennari í Hvolsskóla.

Í umsögn menningarnefndar segir: Sigrún er listamaður með mikil séreinkenni og eru listaverk hennar vel þekkjanleg. Málverk hennar eru einstaklega falleg og fanga áhorfandann í einu og öllu. Sigrún hefur einnig verið dugleg við að aðstoða einstaklinga og félagasamtök með listsköpun sinni, til að mynda teiknaði Sigrún sviðsmyndina í leikritinu Anna frá Stóru Borg sem leikfélag Austur Eyfellinga setti upp í vetur. Höfðu margir það á orði hve einstaklega falleg sú sviðsmynd væri.

Fyrri grein„Tíu sunnlenskar sveitastelpur“
Næsta greinKúabændur safna fyrir beinþéttnimæli