Sigrún tekur sæti í bæjarstjórn

Sigrún Árnadóttir. Ljósmynd/Okkar Hveragerði

Sigrún Árnadóttir mun taka sæti í bæjarstjórn Hveragerðis fyrir hönd Okkar Hveragerði en Þórunn W. Pétursdóttir hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá setu í bæjarstjórn af persónulegum ástæðum.

Sigrún, sem skipaði 4. sætið á lista O-listans fyrir síðustu kosningar, mun því taka sæti Þórunnar í bæjarstjórn á meðan á leyfinu stendur.

Jafnframt verður Sigrún varamaður í bæjarráði, varamaður hjá Fasteignafélagi Hveragerðis, aðalmaður á Ársfundi SASS, aðalmaður á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, aðalmaður á landsþingi Sambandi íslenskra sveitarfélaga og varamaður í Héraðsnefnd Árnesinga.

Fyrri greinListagjöf til þjóðarinnar á aðventunni
Næsta greinÁstrós ráðin aðstoðarskólastjóri