Sigríður ráðin verkefnastjóri stafrænnar þróunar

Sigríður M. Björgvinsdóttir hefur störf í ráðhúsi Árborgar í janúar.

Sigríður Magnea Björgvinsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf verkefnastjóra stafrænnar þróunar hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Alls sótti 21 um starfið en þrír drógu umsóknir sínar til baka.

Sigríður hefur lokið MPM í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands, BS í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og kerfisfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem verkefnastjóri þróunarteyma hjá Five Degrees Software en hefur einnig starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur og verkefnastjóri hjá Sjóvá og Íslandsbanka.

Sigríður mun hefja störf hjá sveitarfélaginu í janúar.

Fyrri greinVíkverji leitar áfram í dag
Næsta greinAndlát: Pétur Sveinbjarnarson