Sigríður ráðin til Hveragerðisbæjar

Sigríður Hjálmarsdóttir.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að ráða Sigríði Hjálmarsdóttur sem menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi hjá Hveragerðisbæ.

Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju frá árinu 2018 til dagsins í dag. Á árunum 2015 til 2018 var hún menningar- og markaðsfulltrúi Grundafjarðarbæjar. Sigríður hefur einnig starfað sem þýðandi, stundakennari við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem ráðgjafi á sviði samskipta, viðburðarstjórnunar og almanntengsla, sem blaðamaður, fréttastjóri og æskulýðsfulltrúi.

Starfið var auglýst í júní síðastliðnum og bárust alls 26 umsóknir, þrír drógu umsóknir sínar til baka og voru 23 umsóknir metnar.

Fyrri greinÚlfur náði frábærum árangri á Englandi
Næsta greinSkjálftinn haldinn í þriðja sinn