Sigríður ráðin lögfræðingur hjá Árborg

Sigríður Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Alls bárust 19 umsókn um starfið en einn dró umsókn sín til baka.

Sigríður, sem er frá Þorlákshöfn, er með MA próf í lögfræði, með áherslu á stjórnsýslurétt frá Háskóla Íslands. Hún starfar í dag sem lögmaður hjá embætti borgarlögmanns hjá Reykjavíkurborg og starfaði áður í 13 ár sem lögmaður hjá Lagaþingi sf. Þá hefur hún einnig sinnt stundakennslu við Háskólann á Bifröst.

Sigríður mun hefja störf þann 1. júní næstkomandi og verður með aðsetur í Ráðhúsinu á Selfossi.

Fyrri greinVilja tvö­falda eldi í Þor­láks­höfn
Næsta greinElsti Sunnlendingurinn 102 ára í dag