Sigríður ráðin hjúkrunarstjóri

Sigríður Björg Ingólfsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Heilsugæslunni í Hveragerði.

Hún hefur gengt því starfi undanfarið ár í fjarvist Guðnýjar Gísladóttur sem nú hefur látið af störfum sem hjúkrunarstjóri. Guðný vinnur enn á heilsugæslustöðinni sem almennur hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi.

Sigríður Björg hefur starfað við HSu frá árinu 2004, en hún lauk BS námi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyr árið 2005. Sigríður hefur lengst af unnið á heilsugæslustöðinni í Hveragerði auk þess sem hún leysti af hjúkrunarstjóra á heilsugæslustöðinni í Þorlákshöfn árið 2008-2010. Einnig starfaði hún í tæp þrjú ár á heilsugæslu Selfoss.

Fyrri greinÞrjár konur kvaddar eftir langa starfsævi
Næsta greinTilgangurinn að sameinast, njóta og gleðjast