Sigríður ráðin leikskólastjóri

Sigríður Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Leikholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og hefur hún þegar hafið störf.

Sigríður Birna býr að mikilli reynslu úr sínu fagi. Hún hefur lokið Mastersprófi í náms og kennslufræði með áherslu á kennslu yngri barna ásamt námi í stjórnun menntastofnana. Auk þess að vera með almenn réttindi sem leik- og grunnskólakennari.

Að undanförnu hefur Sigríður Birna starfað sem deildarstjóri á leikskólanum Árbæ á Selfossi og áður var hún leikskólastjóri í Heklukoti á Hellu.

Sigríður Birna er búsett á Stokkseyri, hún er gift Marteini Arilíussyni og eiga þau þrjá syni.

Fyrri greinElísabet sýnir á Café Mezzó
Næsta greinVeiðidagur fjölskyldunnar í Hlíðarvatni