Sigríður Helga kjörin stallari

Sigríður Helga Steingrímsdóttir, frá Fossi í Hrunamannahreppi, var kosin stallari í nýrri stjórn Nemendafélagsins Mímis í Menntaskólanum að Laugarvatni, en kjörfundur fór fram í byrjun vikunnar.

Hrunamenn létu ekki þar við sitja því Sunneva Sól Árnadóttir frá Galtafelli, var kosin varastallari, Sölvi Rúnar Þórarinsson tómstundaformaður og Halldór Friðrik Unnsteinsson frá Efra-Seli var kjörinn annar af tveimur skemmtinefndarformönnum.

Með þeim í nýrri stjórn Mímis eru Ástráður Unnar Sigurðsson, gjaldkeri, Álfheiður Björk Bridde, vef- og markaðsfulltrúi, Esther Helga Klemenzardóttir og Högni Þór Þorsteinsson, árshátíðarformenn, Ingunn Ýr Schram og Þórný Þorsteinsdóttir, jafnréttis- og skólaráðsfulltrúar, Ólafía Sigurðardóttir, ritnefndarformaður, Orri Bjarnason og Þorfinnur Freyr Þórarinsson, íþróttaformenn og Andrés Pálmason, sem er skemmtinefndarformaður ásamt Halldóri.
Fyrri greinDagur Fannar með bronsverðlaun
Næsta greinÚrslitakeppnin fjarlægist aftur