Sigríður Birna stjórnar Heklukoti

Sigríður Birna Birgisdóttir, leik- og grunnskólakennari, hefur verið ráðin leikskólastjóri í leikskólanum Heklukoti á Hellu.

Sigríður Birna hefur mikla reynslu af leikskólastarfi en hún hefur starfað við leikskóla síðan 1986, nú síðast á Æskukoti á Stokkseyri.

Hún tekur við starfinu af Björgu S. Kvaran sem sagði upp störfum þann 1. september sl. Í millitíðinni hefur Sigrún Björk Benediktsdóttir, leikskólastjóri á Laugalandi, sinnt starfinu tímabundið.