Sigmar ráðinn skipulags- og byggingarfulltrúi í Ölfusi

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss í gær var Sigmar Björgvin Árnason ráðinn sem nýr skipulags- og byggingarfulltrúi í sveitarfélaginu.

Sigmar er með BSc í byggingarfræði og hefur töluverða reynslu en hann starfar í dag sem byggingafulltrúi hjá Grindavíkurbæ og hefur gert það frá árinu 2008.

Þrír einstaklingar sóttu um stöðuna en auk Sigmars voru það þeir Björn Guðmundsson og Gunnlaugur Jónasson.

Sigmar mun hefja störf hjá sveitarfélaginu á haustmánuðum.

Fyrri greinMiðaldadagur í Þjóðveldisbænum
Næsta greinÍslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili Selfoss