Sigga á Grund fyrsti heiðursborgari Flóahrepps

Sigga ásamt Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra og Árna Eiríkssyni, oddvita. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Sigga á Grund, var í gærkvöldi útnefnd fyrsti heiðursborgari Flóahrepps.

Sigga varð áttræð í gær og hélt upp á afmælið sitt með veislu í Vatnsholti. Þar stigu fulltrúar sveitarfélagsins á stokk og tilkynntu um útnefningu heiðursborgarans og náðu svo sannarlega að koma Siggu á óvart.

Sigga er landsþekkt listakona og þekktust fyrir að skera út í tré. Hún hefur meðal annars skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins og síðasta vetur skar hún út nýjan fundarhamar fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í stað hamars Ásmundar Sveinssonar sem hafði brotnað.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra, Hulda Kristjánsdóttir sveitarstjóri, afmælisbarnið Sigga á Grund, Árni Eiríksson oddviti og Helen Inga von Ernst frá utanríkisràðuneytinu. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinKjördeildir í Árborg
Næsta greinAldrei hitta hetjurnar þínar