Sigfús sæmdur Fálkaorðu

Sigfús Kristinsson, húsasmíðameistari á Selfossi, var einn þeirra tólf sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Orðuna fær Sigfús fyrir framlag sitt til atvinnulífs og iðnmennta í heimabyggð.

Sigfús fæddist í Litlu-Sandvík í Sandvíkurhreppi árið 1932. Eftir að hafa lokið meistaraprófi í húsasmíði hóf sjálfstæðan atvinnurekstur við byggingarstarfsemi á Selfossi og nágrenni árið 1961.

Sigfús hefur reist fjölda stórhýsa sem hafa orðið áberandi í bæjarmynd Selfoss og víðar á Suðurlandi, svo sem Vöruhús KÁ, Sjúkrahús Suðurlands, íþróttahúsið á Laugarvatni, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Laugardælakirkju.

Hann rak á tímabili eitt stærsta verktakafyrirtæki á Suðurlandi og kenndi fjölda iðnsveina um árabil. Með árunum dró Sigfús úr umsvifum sínum en þrátt fyrir háan aldur en hann þó enn sístarfandi við smíðar á Selfossi.

Fyrri greinBeint úr flugeldasölunni í útkall
Næsta greinÓtrúleg samvinna og tilfinningin dásamleg