Síbrotamaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Lögreglan á Suðurlandi handtók karlmann í síðustu viku sem var grunaður um að hafa stolið verðmætum úr ólæstum bílum á Selfossi.

Maðurinn hafði oft komið við sögu lögreglu að undanförnu og vegna meintra síbrota hans var gerð krafa um að hann yrði úrskurðaður í síbrotagæslu.

Það gekk eftir og Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald í fjórar vikur.

Fyrri greinÞjófurinn gaf sig fram við lögreglu
Næsta greinDagbók lögreglu: Þrír duttu af baki