Síbrotamaður gómaður

Í liðinni viku voru tilkynnt að minnsta kosti sex innbrot í sumarhús í uppsveitum Árnessýslu þar sem verulegar skemmdir voru unnar á húsum og innanstokksmunum.

Bifreið sem stóð við einn bústaðinn var stöðvuð af lögreglunni í Reykjavík og þar reyndist góðkunningi lögreglunnar vera á ferðinni.

Sá hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar fjölda brota.

Upplýsingum um þessi mál og mannaferðir sem gætu tengst þeim má koma til lögreglu í síma 480 1010.