Síðasta skurðanefndin skorin niður

Niðurskurður sveitarfélaganna hefur ýmsar birtingarmyndir en sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að leggja niður skurðanefnd sveitarfélagsins.

Þar með er engin opinber skurðanefnd starfandi á landinu, eftir því sem næst verður komist. Skurðanefndin hefur komið saman fjórum sinnum á undanförnum sex árum, samkvæmt vefsíðu sveitarfélagsins. Í nefndinni eiga sæti Svava Helgadóttir, Sigurður Óli Sveinbjörnsson, Eiríkur Davíðsson og Elvar Eyvindsson.

Framræsluverkefnin verða færð undir búnaðarfélög sýslunnar.