Síðasta eintakið áritað og boðið upp

Síðasta eintak dagatals Félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu verður boðið upp í beinni útsendingu á Útvarpi Suðurlands á laugardaginn, 22. desember.

Allar stjörnur dagatalsins hafa áritað eintakið en upplagið af því er uppselt eins og venjulega.

Sjúkraflutningamennirnir skora á einstaklinga og fyrirtæki að bjóða í eintakið, en allur ágóðinn rennur óskiptur til tveggja fjölskyldna langveikra barna.

Eins og venjulega munu sjúkraflutningamennirnir banka uppá hjá tveimur fjölskyldum á aðfangadag og styrkja þær með veglegri peningagjöf.

Útsendingin á laugardaginn stendur yfir frá 12-16 og allan þann tíma verður hægt að bjóða í dagatalið.

Fyrri grein„Innbrot er ömurleg reynsla“
Næsta grein22 Selfyssingar í landsliðsverkefnum yfir hátíðarnar