
Sveitarfélagið Árborg og Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita hafa gert samkomulag um móttöku þess síðarnefnda á seyru sem til fellur frá hreinsistöðvum og úr rotþróm í Árborg.
Samningurinn er ótímabundinn og felur í sér skuldbindingu UTU að taka á móti seyru úr hreinsistöðvum og rotþróm sem fellur til hjá Árborg. Um er að ræða áætlað meðalmagn á ári allt að 20 tonn.
Seyran er síðan send í vinnslu á móttökustöð fyrir seyru sem er staðsett á Flúðum, og rekin er af UTU. Stöðin á Flúðum vinnur úr seyrunni og er hún meðal annars nýtt til uppgræðslu á ákveðnum svæðum í samstarfi við Land og skóga og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.