Sextíu sóttu um starf umhverfisfulltrúa

Sextíu manns sóttu um stöðu umhverfisfulltrúa hjá Hveragerðisbæ en umsóknarfresturinn rann út í síðustu viku.

Ráðningarstofan Capacent fer yfir umsóknirnar og sér um ráðningarferlið í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar þar um.

„Það er sérlega ánægjulegt að sjá hversu margir hafa áhuga á að koma til starfa hjá Hveragerðisbæ og taka þátt í því verkefni að gera góðan bæ enn betri,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, í frétt á heimasíðu bæjarins.

Fyrri greinHamar lagði Val í framlengingu
Næsta greinNýr formaður ungra bænda