Sextán sækjast eftir sveitarstjórastöðu

Sextán umsækjendur eru um starf sveitarstjóra Skaftárhrepps en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar. Stefnt er að því að nýr sveitarstjóri taki við sem fyrst.

Fleiri skiluðu inn umsókn en fimm drógu uppsögn sína til baka eftir að umsækjendur voru látnir vita að til stæði að birta lista yfir þá.

Umsækjendurnir eru:
Auðunn Bjarni Ólafsson, diploma, markaðsfræði
Bryndís Bjarnarson, MA
Drífa Jóna Sigfúsdóttir, MS, mannauðsstjórnun
Garðar Lárusson, MBA
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, NN
Gunnar Alexander Ólafsson, MPA og MPH
Gunnólfur Lárusson, byggingatæknifræðingur
Helgi Pétursson, BA
Hörður Hauksson, MBA
Jón Pálmi Pálsson, viðurkenndur bókari
Kristinn Tómasson, MBA
Kristín Erna Arnardóttir, diploma, rekstrarfræði
Sandra Brá Jóhannsdóttir, MBA
Valbjörn Steingrímsson, B.Sc.
Þorsteinn Gunnarsson, MPM, verkefnastjórnun
Þór Saari, MA hagfræði

Oddvitinn í hálfu starfi
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps hefur verið ráðin tímabundið í 50% starf hjá sveitarfélaginu eða þar til nýr sveitarstjóri tekur til starfa. Hún mun sinna daglegum rekstri sveitarfélagsins.

Fulltrúar Ó-listans lögðust gegn ráðningunni á síðasta fundi sveitarstjórnar þar sem nú er í gangi vinna við greinargerð vegna stefnu Veiðifélags Grenlækjar og Geila ehf., á hendur sveitarfélaginu og Eva Björk hefur lýst sig vanhæfa vegna fjölskyldutengsla.

Fyrri greinAllir horfðu til himins
Næsta grein16,2% kjörsókn í Ölfusinu