Sextán sækja um stöðu skólastjóra

Sextán manns sóttu um stöðu skólastjóra Flóaskóla en umsóknarfrestur rann út á dögunum. Núverandi skólastjóri, Kristín Sigurðardóttir, hefur tekið sér ársleyfi frá störfum.

Því verður ráðið í starfið tímabundið en ráðningin verður mögulega varanleg ef tímabundið starf Kristínar hjá Actavis í Hafnarfirði verður til frambúðar.

Umsækjendur eru Anna Greta Ólafsdóttir íþróttakennari, Ásdís Sigurðardóttir kennari, Einar Baldursson kennari, Gissur Jónsson deildarstjóri, Gísli Guðfinnsson kennari, Guðmundur Freyr Sveinsson aðstoðarskólastjóri, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir kennari, Ingveldur Eiríksdóttir kennari, Jón Einar Haraldsson Davis leiðbeinandi, Katrín Ósk Þráinsdóttir kennari, Sesselja Konráðsdóttir kennari, Sigríður Pálsdóttir leikskólasérkennari, Stefán Erlendsson stjórnmálaheimspekingur, Stella Á. Kristjánsdóttir verkefnastjóri, Þorkell Ingimarsson skólastjóri og Þórunn Jónasdóttir deildarstjóri/staðgengill skólastjóra.

Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri, segir að ráðið verði í starfið í þessari viku eða næstu en beðið er eftir áliti frá ráðgjöfum Capacent sem aðstoða við ráðninguna.