Sextán í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sextán manns eru í einangrun á Suðurlandi í dag vegna COVID-19 og rúmlega 200 í sóttkví.

Átta eru í einangrun á Selfossi, þrír í Þorlákshöfn og þrír á Stokkseyri, að því er fram kemur á heimasíðu HSU, en eitt smit er á Eyrarbakka og eitt í Grímsnesinu. Engin smit eru austan Þjórsár.

Samkvæmt heimasíðu HSU eru 118 í sóttkví á Suðurlandi en inn í þá tölu virðist vanta 90 nemendur og 30 starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Í dag eru 77 í sóttkví á Selfossi og tengjast flestir smitum sem komu upp í Vallaskóla og á leikskólanum Álfheimum.

Þá eru 143 í skimunarsóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.