Sextán í einangrun á Suðurlandi

Á leið í skimun í bílakjallara Kjarnans á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sextán manns eru í einangrun í dag á Suðurlandi vegna COVID-19, í þremur sveitarfélögum í Árnessýslu.

Átta eru í einangrun í Þorlákshöfn og þar eru fimm í sóttkví. Fimm eru í einangrun í Hrunamannahreppi og þar eru tveir í sóttkví og á Selfossi eru þrír í einangrun og ellefu í sóttkví.

Þar að auki eru þrír í sóttkví í Rangárþingi ytra og einn í Árborg, þannig að samtals eru 22 í sóttkví á Suðurlandi.

Þá eru 144 í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.

Þetta kemur fram í daglegum tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinHeppnasti Íslendingurinn er Sunnlendingur
Næsta greinSiggi Björns & Franziska Günther á Skyrgerðinni