Sextán ára undir stýri

Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu akstur 16 ára stúlku við almennnt umferðareftirlit í síðustu viku.

Stúlkan var vitanlega ekki með bílpróf og var haft samband við barnaverndaryfirvöld og foreldra hennar sem sóttu hana til lögreglunnar.

Í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli kemur fram að töluverður erill hafi verið hjá lögreglunni í síðustu viku, t.d. voru um 40 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Gríðarlegur fjöldi var á tjaldsvæðum í umdæminu um síðastliðna helgi og ferðamannastraumurinn hefur aukist mikið frá síðasta ári. Þannig sigli t.d. rúmlega 1.000 manns með Herjólfi á hverjum degi og á annað þúsund farþegar um helgar.

Fyrri greinFlæktist í veiðarfæri og stökk útbyrðis
Næsta greinDagbók lögreglu: Ennþá á nagladekkjum