Sex sunnlenskir nýsveinar heiðraðir

Sex Sunnlendingar voru meðal þeirra 24 sem verðlaunaðir voru á sérstakri Nýsveinahátíð 2016, sem haldin var af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur um síðustu helgi.

Þar eru þeir sem nýlokið hafa sveinsprófi með afburðaárangri heiðraðir og þeim afhentur sérstakur verðlaunapeningur.

Á myndinni sem fylgir fréttinni eru sexmenningarnir ásamt þeim meisturum sem mættir voru á hátíðina með sveinum sínum.

Frá vinstri: Jón Þorgilsson, húsasmíði, Lárus Gestsson, meistari hans, Iðunn Sigurðardóttir, matreiðsla, Hrefna Katrínardóttir, framreiðsluiðn, Tómas Ingi Hlynsson, framreiðsluiðn, Anna Höskuldsdóttir, meistari Gunnhildar, Gunnhildur Katrín Hjaltadóttir, hársnyrtiiðn, Haraldur Sigurmundsson, meistari og sveinn hans Ásgeir Hólm Júlíusson, rafvirkjun.

Hlutfall Sunnlendinga vakti eðlilega athygli á verðlaunahátíðinni, en þar var m.a. mættur forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem jafnframt er verndari hátíðarinnar.

Fyrri greinFimm Sunnlendingar unnu til verðlauna
Næsta greinPétur Reynisson sýnir ljósmyndir