Sex sunnlensk bú tilnefnd

Sex sunnlensk bú og ræktendur hrossa eru tilnefnd til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands fyrir ræktunarárangur í hrossarækt.

Alls eru tíu aðilar tilnefndir af öllu landinu en valið stóð á milli 41 ræktunarbús sem staðist hafði lágmarksskilyrði þau sem hafa verið til viðmiðunar. Viðurkenningarnar verða veittar á ráðstefnunni Hrossarækt 2013 í næsta mánuði.

Þar verður einnig tilnefnt um sigurvegarana úr hópi þeirra sem tilnefndir eru. Búin og eigendur þeirra eru eftirfarandi; Auðsholtshjáleiga í Ölfusi, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn. Árbæjarhjáleiga í Rangárþingi ytra, Kristinn Guðnason, Marjolin Tiepen og dætur. Hlemmiskeið 3 á Skeiðum, Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir. Jaðar í Hrunamannahreppi, Agnar Róbertsson og Kristbjörg Kristinsdóttir. Miðás í Rangárþingi ytra, Gísli Sveinsson og Ásta Berghildur Ólafsdóttir og Syðri- Gegnishólar í Flóahreppi, Olil Amble og Bergur Jónsson.