Sex sækja um skólastjórastöðu

Laugalandsskóli.

Alls bárust sex umsóknir um stöðu skólastjóra Laugalandsskóla í Holtum sem auglýst var á dögunum.

Umsækjendurnir eru Andrea Gunnarsdóttir, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, Jónas Bergmann, Ólafía María Gunnarsdóttir, Yngvi Karl Jónsson og einn umsækjandi óskaði nafnleyndar.

Umsækjendur hafa verið boðaðir í viðtöl í næstu viku og reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í lok apríl.