Sex sækja um rekstur tjaldsvæðis

Sex aðilar hafa lýst yfir áhuga á að reka tjaldsvæðið í Hveragerði en á dögunum var auglýst eftir því að áhugasamir hefðu samband og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum um rekstur tjaldsvæðisins.

Þeir sem sóttu um eru Árni Jóhannesson, Hveragerði, Einar Ingi Magnússon, Stokkseyri, María Irena Martin, Sveitarfélaginu Ölfusi, Sigríður Sigmundsdóttir & Pétur I. Frantzson, Hveragerði, Sigurður Lárusson, Selfossi og Þór Ólafur Hammer Ólafsson, Hveragerði.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að ræða við alla aðilana.

Fyrri greinSelfoss heldur 8. sætinu
Næsta greinHellvar komin heim eftir vel heppnað ferðalag