Sex óku of hratt

Síðustu viku voru 66 mál skráð hjá lögreglunni á Hvolsvelli en engin þeirra alvarleg.

Engin umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni þrátt fyrir að veður hafi verið slæmt og nokkuð mikil hálka hafi verið.

Sex ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.