Sex manns sluppu með skrekkinn

Sex manns voru flutt til skoðunar hjá lækni í Laugarási eftir að jeppabifreið valt á hliðina á Biskupstungnabraut, skammt ofan við Mosfell um miðjan dag í dag.

Meiðsli fólksins reyndust minniháttar en lögreglan segir ótrúlegt að ekki hafi farið verr þar sem einn farþeganna kastaðist út um afturrúðu bílsins og hlaut skurð á höfði.

Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku með þessum afleiðingum.

Bifreiðin skemmdist nokkuð.