Sex handteknir eftir húsleit

Lögreglan á Selfossi handtók sex manns í kvöld í kjölfar húsleitar á Selfossi þar sem fíkniefni og neyslutól fundust.

Um kl. 17 í dag stöðvaði lögreglan bíl vegna gruns um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst eitthvað magn fíkniefna. Sá fundur var tilefni til húsleitar á Selfossi og eftir hana voru sex manns voru handteknir.

Í húsinu var lagt hald á maríjúana og ýmis áhöld og tól til fíkniefnaneyslu. Við yfirheyrslur í kvöld gengust tveir menn við því að eiga efnið. Sexmenningunum var sleppt úr haldi þegar játningarnar lágu fyrir.

Efnin hafa ekki verið vigtuð og liggur því ekki fyrir hve mikið magn þeirra var.

Fyrri greinFjárhagsaðstoð eykst umfram áætlun
Næsta greinEndurnýja samstarfssamning