Sex bráðaútköll í dag

Sjúkraflutningamenn á Selfossi höfðu í nógu að snúast eftir hádegi í dag en sex af sjö útköllum dagsins voru bráðaútköll.

Nokkuð var um slys á fólki í dag, bílvelta og árekstur á Hellisheiði, hjólreiðaslys í Hveragerði og hestaslys í Gnúpverjahreppi þar sem sextug kona féll af baki og handleggsbrotnaði. Þá var einnig kallaður út sjúkrabíll vegna bráðra hjartaveikinda.