Sex bílar fastir á Dómadal

Flugbjörgunarsveitin á Hellu er á leið inn á Dómadal á snjóbíl til að aðstoða hóp Íslendinga sem situr fastur þar í sex jeppabifreiðum.

Ekkert amar að fólkinu, samkvæmt upplýsingum frá flugbjörgunarsveitinni.

Mikill snjór er á leiðinni og sækist ferðin hægt en fjórir björgunarsveitarmenn eru í snjóbílnum.

Fyrri greinHeiðin og Þrengslin lokuð
Næsta greinÞurftu að „teyma“ bílinn áfram á Heiðinni