Setja upp nýja vatnstanka

Unnið er að endurbótum á kaldavatnsmálum hjá Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitastjórn hefur samþykkt tilboð frá Promens í sex vatnstanka (150 þús. lítrar) við Bjarkarlind upp á 4,5 milljónir króna.

Að sögn Ingibjargar Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps, er með þessu verið að færa málin í betra horf en vatnsnotkun eykst ár frá ári í hreppnum.

,,Við vonumst til þess að með þessum framkvæmdum verði vatnsmálin í traustari horfum en þetta hefur staðið til lengi,“ sagði Ingibjörg.

Auk kostnaðar við tankanna verður nokkur kostnaður af lögninni sjálfri en gert var ráð fyrir framkvæmdunum í fjárhagsáætlun hreppsins.