Set kaupir Dælur og þjónustu

Hjalti Þorsteinsson starfaði lengi hjá Dælum og þjónustu en hefur nú verið ráðinn sölu og rekstrarstjóri í vöruhúsi Set í Reykjavík. Ljósmynd/Set

Set ehf á Selfossi hefur fest kaup á fyrirtækinu Dælur og þjónusta sem nú síðast var í eigu Ísfells.

Dælur og þjónusta er gamalgróið fyrirtæki sem þjónað hefur innlendum markaði í fjölmörgum atvinnugreinum. Hjalti Þorsteinsson starfaði lengi hjá Dælum og þjónustu en hefur nú verið ráðinn sölu og rekstrarstjóri í vöruhúsi Set í Reykjavík.

Set mun bjóða upp á búnað og lausnir frá viðurkenndum aðilum á sviði dælutækninnar samhliða ýmsum öðrum hliðarvörum með framleiðslu fyrirtækisins og sérsmíði.

Í fréttatilkynningu frá Set segir að tæknideild Set hafi í vaxandi mæli komið að hönnun og þróun á ýmsum lausnum fyrir veitustofnanir og fyrirtæki, um leið og plastsmíða- og véltæknideildir fyrirtækisins hafa byggt upp véltækni og mikla reynslu í smíði á flóknum búnaði.

Fyrri grein49 í einangrun á Suðurlandi
Næsta greinPersónlegar bætingar á Unglingamóti HSK