Set harmar atburðinn

Röraverksmiðjan Set birti tilkynningu á Facebooksíðu sinni nú í kvöld vegna brunans sem varð á lóð fyrirtækisins við Gagnheiði á Selfossi í kvöld.

„Set harmar þennan atburð og leggur áherslu á að mikið hefur verið unnið að umbótum og bættu verklagi við starfsemina með tilliti til öryggismála. Set vill koma þökkum til Brunavarna Árnessýslu og annara slökkviliða sem komu að aðgerðunum í kvöld. Set vill einnig koma afsökunarbeiðni á framfæri við þá bæjarbúa sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum af þessari uppákomu,“ segir í tilkynningunni.

Betur fór en á horfðist um tíma og tókst slökkviliði að ná tökum á eldinum. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en eldurinn blossaði upp á geymslulager fyrir fullunnar vörur fjarri framleiðslubyggingum.

Fyrri greinEinn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar
Næsta greinEldurinn í Set – Myndir og myndbönd