Set fær verkefni í Noregi

Framleiðsla er að hefjast hjá Set á foreinangruðum pípum í sérstakt verkefni í Noregi.

Verkefnið felur í sér smíði og einangrun á ryð­fríum stálpípum, beygjum og tengi­hlutum fyrir gaslögn við höfnina í Fredrikstad. Um er að ræða fljótandi gas sem er í mjög lágu hitastigi eða um -160°C.

Að sögn Bergsteins Einarssonar, fram­kvæmda­stjóra Sets, er verkefnið nokkuð flókið tækni­lega en ákveðið var að einangra beina pípuhluta í verksmiðjunni Þýska­landi til að spara flutnings­kostnað en smíða tengistykkin og einangra þau á Selfossi.

Heildarverðmæti samningsins er um 350.000 evrur eða um 56 milljónir króna.