Sérstök tilboð fyrir stéttarfélög og eldri borgara

Að sögn Inga Þórs Jónssonar, framkvæmdastjóra Hótel Hot Spring í Hveragerði, þá eru bókanir farnar að tínast inn fyrir sumari en undanfarið hefur verið unnið að því að kynna starfsemi þess, bæði hér innanlands og erlendis.

„Við erum nokkuð bjartsýn á sumarið en auðvitað rennum við nokkuð blint í sjóinn svona í byrjun,“ sagði Ingi Þór.

Að sögn Inga Þórs verða þeir varir við mikinn áhuga Íslendinga en vissulega finni þeir að það er ekki á vísan að róa. Hann tiltók þó að þeir verði varir við að dvalargestir frá heilsuhælinu vilji skoða þetta sem möguleika enda þekki þeir vel til aðstöðunnar.

Sömuleiðis er ætlunin að bjóða stéttarfélögum og eldri borgurum sérstök kjör og er nú unnið að út­færslu þeirra segir Ingi. Sömu­leiðis er ætlunin að bjóða íslensku ferðafólki upp á sérstaka pakka.

Hótelið verður starfrækt í tvo mánuði, frá 20. júní til 20. ágúst en auk þess eru þrjár íbúðir til notkunar allt árið. Hótelið er það stærsta á Suðurlandi með ríflega 100 herbergi og er rekið í húskynnum heilsuhælis Náttúru­lækninga­félagsins.

Fyrri greinSjúkraflutninganemar í verklegu námi
Næsta greinMikil ásókn í sumarstörf