Sérstakt eftirlit með ferðaþjónustubílum

Umferðareftirlitsdeild lögreglunnar á Suðurlandi fór að Geysi í Haukadal og Gullfossi í gærdag ásamt starfsmönnum ríkisskattstjóra og Samgöngustofu í sérstakt eftirlit með ökutækjum og starfsemi tengd ferðaþjónustu.

Afskipti voru höfð af um tuttugu ökutækjum og farið yfir rekstrarleyfi, hópferðaleyfi, ökurita, skráningar, ásþunga og búnaði ökutækja.

Nokkrir voru boðaðir með ökutæki til skoðunar á skoðunarstöð. Einnig voru gerðar athugasemdir vegna rekstrarleyfis og annars því tengdu hjá nokkrum.

Fyrri greinÍsland vann brons á Algarve
Næsta greinStöðvaður eftir hraðakstur á slitnum dekkjum