Sérhæfð þjónusta í geðhjúkrunarrýmum Áss verður efld

Dvalarheimilið Ás. Ljósmynd/Dvalarheimilið Ás

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að styrkja geðheilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga sem dvelja í geðhjúkrunarrýmum á dvalar- og Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði.

Þetta er gert í samræmi við mat embættis landlæknis sem telur að styrkja þurfi faglega geðheilbrigðisþjónustu á heimilum þar sem búa einstaklingar með flókna þjónustuþörf á þessu sviði. Á Ási eru 39 geðhjúkrunarrými.

Geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Ás munu starfa saman í þessum tilgangi en verkefnið er sett af stað sem tilraunaverkefni til eins árs.

Verkefnið byggist annars vegar á því að auka aðgengi notendanna að sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu og hins vegar að efla þekkingu og færni starfsfólks til að veita þeim sértækan stuðning og umönnun.

Fyrri greinMáttur menntunar í verki
Næsta greinLýsa yfir vonbrigðum með vinnulag við friðlýsingu