Sérfræðingar skoða eineltismál

Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti á fundi sínum í gær að fela hópi sérfræðinga að fara yfir verklag Grunnskólans í Hveragerði varðandi eineltismál.

Hópnum er í framhaldinu falið að koma með ráðleggingar um það sem betur má fara með það fyrir augum að gera enn betur á þessu sviði en gert er í dag. Bæjarstjórn leggur áherslu á að hópurinn vinni hratt og örugglega og skili niðurstöðum sínum eins fljótt og auðið er.

„Bæjarstjórn telur að umræðan um einelti undanfarna daga sé afar þörf og vonandi nær hún að vekja sem flesta til vitundar um þá meinsemd sem einelti er. Ljóst er að bæjaryfirvöld og bæjarbúar munu taka höndum saman með það að markmiði að einelti verði útrýmt úr bæjarfélaginu,“ segir meðal annars í bókun sem samþykkt var á fundinum.

Fyrri greinInghólsárin rifjuð upp í kvöld
Næsta greinSævar frá í mánuð